Velkomin á ginseng.is

Ginseng er fjölær sumargræn jurt sem tilheyrir Araliaceae ættinni.  Það eru nokkrar tegundir ginsengs fáanlegar á asískum mörkuðum.  Panax ginseng er upprunalega frá Kóreu, og vegna skefjalausrar ásóknar í villt ginseng var það nánast í útrýmingarhættu, þegar skipulögð ræktun á því hófst árið 1122. Niðurstöður rannsókna sýna að besta kjörlendi ginsengræktunar er milli 37. og 38. breiddargráðu norðlægrar breiddar, þar sem áhrifa hinna fjögurra árstíða gætir.

Fjöldi sólardaga má alls ekki vera undir 180. Steinefnaríkur jarðvegur, sendin gul mold með góðu frárennsli eru bestu hugsanlegu aðstæður til ræktunar ginsengs. 

Langvarandi sólskin veldur þéttleika vefsins og gerir stilkinn þéttan og sterkan.

Önnur lönd á sömu breiddargráðu hafa færri sólskinsstundir, um það bil 120 daga.

Það er verulegur munur á kóresku og kínversku ginsengi og það er eftirtekarverð staðreynd að kóreskt ginseng er selt kínverskum mörkuðum miklu hærra verði en innlent kínverskt ginseng. 

Rautt Eðal ginseng er mjög gott gegn streitu, þreytu, afkastarýrnun og einbeitingarskorti.  það er einnig mjög gott fyrir aldraða